Opnunartími og skotpróf

Heil og sæl, er ekki komin tími til að viðra hólkinn og taka Sporting, skeet eða riffilæfingu?  Nú hefur sumaropnunartími okkar tekið gildi og má sjá hvenig hann er hér einnig eru skotpróf fyrir hreindýraveiðimenn komin á fulla ferð, við hvetjum nú þá sem þurfa að taka próf að gera það í tíma og bóka hjá prófdómurum okkar sem fyrst til að komast hjá örtröð.

Íslandsmót í Compak Sporting

Íslandsmótið í haglabyssugreininni Compak Sporting fór fram á skotsvæði Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi um helgina og átti Skotfélag Akureyrar þar nokkra keppendur. Í karlaflokki varð Ævar Sveinn Ævarsson úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar Íslandsmeistari með 181 stig, annar varð Gunnar Þór Þórarnarson úr Skotfélagi Akureyrar með 177 stig og þriðji varð Stefán Gaukur Rafnsson úr Skotfélagi Akureyrar með 176 stig. Í kvennaflokki varð Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur Íslandsmeistari með 154 stig, önnur varð Þórey Inga Helgadóttir með 144 stig og þriðja varð Snjólaug María Jónsdóttir úr Skotfélaginu Markviss með 132 stig. Íslandsmeistari unglinga varð Felix Jónsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 144 stig.

Úrslit úr landsmóti í Compak Sporting

Þá er frábæru landsmóti í Compak Sporting á Akureyri lokið sem fram fór um helgina í blíðskaparveðri. 

Sigurvegarar mótsins voru Ellert Aðalsteinsson í karlaflokki og Ingibjörg Bergþórsdóttir í kvennaflokki. Úrslit í karlaflokki voru gríðarlega spennandi en Ellert og Jón skutu báðir 189 af 200 mögulegum og þurfti bráðabana til að knýja fram úrslit. Bràðarbaninn endaði þannig að Ellert skaut 25 af 25 og Jón 24 af 25. Langar okkur að endingu að þakka öllum keppendum og starfsfólki kærlega fyrir frábæra helgi. Svo fær Skotfélag Húsavíkur sérstakar þakkir fyrir lánið á vélunum.

Skráningar á Landsmót í Compak Sporting á Akureyri 27.-28. júlí

Hér er listi yfir þá sem eru skráðir til leiks á annað Landsmót í Compak Sporting sem haldið verður á Akureyri í sumar.

Skráningar Landsmót CS júlí 2019

Á meðan á móti stendur verða haglavellir lokaðir en að sjálfsögðu eru allir velkomnir til að fylgjast með.

Hópaskipting og keppnistímar.

Skráningar Landsmót CS júlí 2019 hópaskipting+

Hver hópur sendir út dómarara þegar þeir eru ekki að keppa.

 

Landsmót í Compak sporting – Úrslit

Frábæru landsmóti í Compak sporting er lokið í blíðskaparveðri, þar sem skotnar voru 200 dúfur á 4 völlum. 100 dúfur á laugardegi og 100 á sunnudegi.

Á laugardagskvöld var boðið upp á grillað lambalæri og meðlæti. 

Hörð barátta var um efstu sætin hjá körlunum og fóru leikar svo að Bragi Óskarsson Skotfélagi Akureyrar vann með 191 dúfu (96/95), annar var Gunnar Gunnarsson Skotfélagi Reykjavíkur með 189 dúfur (94/95) og þriðji var Stefán Gaukur Rafnsson Skotfélagi Akureyrar með 188 dúfur (93/95).

Hjá konunum var ekki síður spennandi keppni sem fór þannig að  Snjólaug M. Jónsdóttir Skotfélaginu Markviss sigraði með 165 dúfur (82/93), önnur var Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir Skotfélagi Reykjavíkur með 162 dúfur (82/80) og þriðja var Líf Katla Angelica Skotfélagi Akureyrar með 122 dúfur (60/62).

Landsmót Compak sporting Akureyri 15. - 16. júní 2019 - mótaskýrsla

This slideshow requires JavaScript.

Byrjendamót í Compak sporting

Fyrr í kvöld var byrjendamót í Compak Sporting haldið á svæði Skotfélagsins. 8 keppendur tóku þátt og stóð Daníel Logi Heiðarsson uppi sem sigurvegari með 41 dúfu af 50. Annar var Jónas Jóhannsson með 40 dúfur og þriðji Sigfús Heiðar með 34 dúfur.

Sigurvegarar í byrjendamóti í Compak sporting. F.v. Sigfús Heiðar, Daníel Logi og Jónas

Nánari úrslit má sjá hér.

Artic shooting – Compak sporting mótið

11 keppendur mættu til leiks á árlegu Artic shooting móti Skotfélags Akureyrar, í ár var keppt samtímis á báðum compak sporting völlum félagsins og skotnar  100 dúfur.

Sigurvegari mótsins var Gunnar Þór með 90 dúfur. Annar var Jóhann Ævars með 87 og þriðji Bragi Óskars með 85 dúfur.

Sigurvegarar mótsins Gunnar Þór 90, Jóhann Ævars 87, Bragi Óskars 85