Íslandsmót í Compak sporting

Glæsilegu og fjölmennu Íslandsmóti í Compak sporting lauk í dag.

37 keppendur mættu til keppni, þar af 3 í kvennaflokki. Skotnar voru 100 dúfur á tveimur dögum, á tveimur völlum.

Boðið var til grillveislu á laugaragskvöldi þar sem grilluð voru lambalæri og boðið upp á meðlæti.

Sigurvegarar og fyrstu Íslandsmeistararnir í Compak Sporting voru Gunnar Gunnarsson og Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir, bæði í Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar.

Í kvennaflokki varð Helga Jóhannsdóttir (SFS) í öðru sæti og Snjólaug M. Jónsdóttir (MAV). Í karlaflokki varð Þórir Guðnason (SIH) annar og Aron Kristinn Jónsson (SIH) varð þriðji.

Nánari úrslit má nálgast hér.

Stóra vormótið í Compak Sporting

15 keppendur mættu til leiks föstudagskvöldið 25. maí og skutu fyrsta Compak Sporting mótið sem Skotfélag Akureyrar heldur.

Skotnar voru 100 dúfur á tveimur völlum.

This slideshow requires JavaScript.

Eftir harða baráttu og bráðabana um 3. sætið endaði mótið þannig að Bragi Óskarsson vann mótið með 92 dúfur, annar varð Gunnar Þór Þórarnarson með 88 dúfur og í þriðja sæti Jóhann Ævarsson með 81 dúfu.

Sigurvegarar í Stóra vormótinu í Compak sporting

 

Nánari úrslit má sjá hér.

Úrslit í Compak Sporting páskamótinu

Frábær mæting á páskamótið í haglagreinum þar sem notaðir voru nýju kastararnir og skotið 50 dúfna – Compak Sporting mót.

Jóhann Ævarsson vann mótið með 46 dúfur, annar var Elías Frímann með 44 dúfur og þriðji eftir bráðabana varð Einar Már Haraldsson með 43 dúfur.

 

This slideshow requires JavaScript.

Sporting31mars2018