Því miður verður lokað hjá okkur vegna manneklu nú um helgina 22-23 september.
Category: Annað
Lokahóf 6. október
Lokahóf Skotfélagsins verður á laugardaginn 6. október, mæting er kl.10 upp á skotsvæði. Keppt verður English Sporting og þríþraut kúlugreina.
Í English Sporting verða skotnir þrír hringir. mótagjald: 3500 kr. (innifalið hringir/dúfur).
Í þríþraut kúlugreina verður breyting á en þar verður skotið VFS með veiðirifflum, 2 blöð =10 skot, BR 50, 25 skot og silhouettur 10 skot (40 og 60 m), mótagjald 2000 kr.
Þegar skotkeppnum er lokið fara menn heim og skipta yfir í sparigírinn og hittast aftur yfir sameiginlegum kvöldverði sem hefst kl.19:00. í félagsheimili okkar. Matseðill og fleira verður svo auglýst betur þegar nær dregur.
Íslandsmótið í Skeet um helgina
Íslandsmótið í Skeet fór fram um helgina á velli Skotfélags Reykjavíkur.
Íslandsmeistari í unglingaflokki varð Daníel Logi Heiðarsson úr Skotfélagi Akureyrar og í öðru sæti varð Ágúst Ingi Davíðsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands.
Í karlaflokki varð Sigurður Unnar Hauksson úr Skotfélagi Reykjavíkur Íslandsmeistari, annar varð Guðlaugur Bragi Magnússon úr Skotfélagi Akureyrar og í þriðja sæti Hákon Þ. Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands. Í liðakeppni karla varð sveit Skotíþróttafélags Suðurlands Íslandsmeistari en hana skipuðu Hákon Þ.Svavarsson, Jakob Þ. Leifsson og Aðalsteinn Svavarsson.
Í öldungaflokki varð Davíð Ingason úr Skotíþróttafélagi Suðurlands Íslandsmeistari.
Í kvennaflokki varð Snjólaug María Wium Jónsdóttir úr Skotfélaginu Markviss Íslandsmeistari, önnur varð Dagný H. Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur og í þriðja sæti Helga Jóhannsdóttir úr Skotíþróttafélagi Suðurlands. Í liðakeppni kvenna setti lið Skotfélags Reykjavíkur nýtt Íslandsmet en sveitina skipa Dagný H. Hinriksdóttir, Eva Ósk Skaftadóttir og Þórey Inga Helgadóttir.
Silhouette mót 20. júní
Sumarmót félagsins í silhouettu var haldið miðvikudagskvöldið 20. júní í sól og flottu veðri.
Skotið var á 40 dýr, 5 á hverju færi (40, 60, 77 og 100 m.).
Óskar Halldór Tryggvason stóð uppi sem sigurvegari með 7 felld dýr, annar varð Bubbi – Wimol Sudee einnig með 7 dýr (en færri kalkúna en Dóri) og þriðja varð Þorbjörg Ólafsdóttir einnig með 7 dýr (en ennþá færri kalkúna).
Íslandsmótið í Compak Sporting
Föstudaginn 9. júní verður opið á svæðinu fyrir keppendur frá kl.17-22 að auki verður lengri opnun fimmtudaginn 8. júní eða frá kl.17-22.
Mótssetning verður laugardaginn 9. júní kl.10:30 og óskað eftir að keppendur mæti á svæðið kl.10. Keppni hefst síðan kl.11 laugardaginn 9. júní (ath. breyttur tími). Sunnudaginn 10. júní hefst keppni kl. 10
Riðlaskipting og nánari tímasetningar væntanlegar.
RiðlaskiptingLokað á svæðinu 9.-10. júní
Vinsamlegast athugið að lokað verður á svæðinu fyrir almennar æfingar laugardaginn 9. júní og sunnudaginn 10. júní vegna mótahalds, það á við um riffilhús og haglavelli.
Þessa helgi verður fyrsta Íslandsmótið í Compak Sporting haldið á Íslandi og eru allir velkomnir að kíkja við og fylgjast með keppninni.
Íslandsmeistaramót í Compak Sporting
Flutningur á heimasíðu
Heimasíðan hefur verið flutt á nýtt svæði.
Ef einhver vandamál koma upp þegar heimasíðan er skoðuð er fólk beðið um að senda póst á skotak@skotak.is með upplýsingum um vandamálið.
Ný stjórn og fréttir af aðalfundi
Aðalfundur Skotfélags Akureyrar var haldinn í félagsheimilinu á Glerárdal síðastliðið mánudagskvöld.
Á fundinum var ný stjórn kosin og eftir jafna kosningu er stjórnin skipuð:
Formaður: Ómar Örn Jónsson, sem var kosinn í fyrra til tveggja ára.
Aðalstjórn: Sigurður Áki Sigurðsson og Finnur Steingrímsson, kosnir í fyrra til tveggja ára. Nýir inn núna til tveggja ára eru: Bragi Óskarsson og Davíð Hallgrímsson.
Varamenn: Kristbjörn Tryggvason, kosinn í fyrra til tveggja ára og Jóhann Ævarsson kosinn í ár til tveggja ára.
Samþykkti fundurinn hækkun á árgjaldi fyrir næsta ár (2019) um 1.000 kr í 8.000 kr. Makar og 67 ára og eldri greiða 4.000 kr. Ungmenni 15-19 ára greiða 3.500 kr.
Einnig voru samþykktar nýjar reglur um Akureyrarmeistara og skotmenn ársins. Þær eru væntanlegar á heimasíðuna.
Aðalfundur Skotfélags Akureyrar
Mánudagskvöldið 7. maí kl.20:00 verður aðalfundur Skotfélags Akureyrar haldinn í félagsheimili Skotfélagsins á Glerárdal.
Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf.
Stjórn Skotfélagsins