Dagana 17.-18. júlí var haldið Íslandsmót í BR50 hjá Skotfélagi Akureyrar í blíðskaparveðri.
Keppt var í þremur flokkum: Sporter – 10 keppendur, Light Varmint – 11 keppendur og Heavy Varmint – 11 keppendur, úr sjö félögum.
Kristján Arnarson, Skotfélagi Húsavíkur vann í Sporter og Heavy Varmint, Wimol Sudee, Skotfélagi Húsavíkur vann í Light Varmint.
Sóley Þórðardóttir, Skotfélagi Akureyrar vann í flokki unglinga í Sporter og Light Varmint.
Nánari upplýsingar um úrslit eru hér neðar.
Hér má sjá myndir af verðlaunahöfum og keppendum sem tekin var seinni keppnisdaginn.