Páskamótin 2018

Nú styttist í páska og menn og konur orðin spennt að fá að skjóta smá.
Eins og vanalega verður laugardagurinn þéttpakkaður mótum.

Riffilmót: Keppni með óbreyttum veiðirifflum hefst kl 10.00 og er skotið á tvö spjöld á 100 metrum af tvífæti og afturpúði leyfður.
Kl 12.00 byrjar keppni með breyttum veiðirifflum / tactical / custom og er skotið á 2 blöð VFS á 200 metrum. Tvífótur og afturpúði leyfður.
Að lokum er svo Benchrest keppni þar sem skotið er 25 skotum á 100 metrum. Gilda þar allar reglur um keppni í HV flokki. Rifflar allt að 6,123 kg. Byrjar kl 14.00 eða þegar veiðiriffla flokkurinn er búinn.
Haglamót byrjar kl.12 og verða skotnar 50 dúfur með Compakskeet style.

Páskamót í loftgreinum verður föstudaginn 30. mars í inniaðstöðu félagsins í Íþróttahöllinni. Mótið hefst kl. 14.

Páskaegg í verðlaun Tengd mynd

Úrslit í mótum helgarinnar

Þá er mótum helgarinnar lokið en Skotfélag Akureyrar hélt tvenn landsmót, annarsvegar í sport skammbyssu og hinsvegar í gróf skammbyssu.

5 keppendur voru skráðir til leiks á bæði mótin.

Sport skammbyssumótið var haldið laugardaginn 17. feb og fór þannig að Þórður Ívarsson vann mótið með 535 stigum og skaut sig upp í 2. flokk. Önnur varð Þorbjörg Ólafsdóttir með 511 stig og þriðji varð Haukur F.  Möller með 465 stig.

Gróf skammbyssumótið var haldið sunnudaginn 18. feb og fór þannig að Þórður Ívarsson vann mótið með 498 stigum og er einnig Akureyrarmeistari í gróf skammbyssu þetta árið. Annar varð Finnur Steingrímsson með 488 stig og þriðja varð Þorbjörg Ólafsdóttir með 475 stig.

Úrslit Landsmót Sport skammbyssa 17. febrúar 2018
Úrslit Landsmót Gróf skammbyssa 18. febrúar 2018

Opnunartímar Inniaðstöðu

MánudagarFimmtudagar
Október 2017Loftæfingar
20:30-21:30
Nóvember 2017Loftæfingar
20:30-21:30
Desember 2017
fram að jólum
Loftæfingar
20:30-21:30
JanúarLoftæfingar
20:30-21:30
Púðuræfingar
20:30-21:30
FebrúarLoftæfingar
20:30-21:30
Púðuræfingar
20:30-21:30
MarsLoftæfingar
20:30-21:30
Púðuræfingar
20:30-21:30
Apríl
Loftæfingar
20:30-21:30
Púðuræfingar
20:30-21:30

Lokahófið laugardaginn 7. október

Myndaniðurstaða fyrir party clipart

Lokahóf Skotfélagsins verður á laugardaginn, mæting er kl.10 upp á skotsvæði. Keppt verður í þríþraut haglagreina og þríþraut kúlugreina.
Í þríþraut í haglagreinum verða skotnir þrír hringir: einn trapp, einn skeet og einn sporting, mótagjald: 2500 kr. (innifalið hringir/dúfur).
Í þríþraut kúlugreina verður breyting á en þar verður skotið VFS með veiðirifflum, 2 blöð =10 skot, BR 50, 25 skot og silhouettur 10 skot (40 og 60 m), mótagjald 1000 kr.

Þegar skotkeppnum er lokið fara menn heim og skipta yfir í sparigírinn og hittast aftur yfir sameiginlegum kvöldverði sem hefst kl.19:00.

 

Inniaðstaðan

Þá fer vetrarstarfið að fara í gang í inniaðstöðunni og stefnan er sett á fyrstu opnun mánudagskvöldið 2. október kl.20:30-22.

Farið verður í smá vinnu við að græja fyrir veturinn og svo verður loftskammbyssuæfing í framhaldinu. Þeir sem hafa áhuga eru hvattir til að kíkja við hjá okkur.

 

Lokahóf Skotfélagsins 7. október

Lokahóf Skotfélags Akureyrar verður með smá nýbreytni þetta árið þar sem keppnir í hagla og riffilgreinum hefjast kl.10:00 og verða kláraðar.
Svo er ætlast til að fólk fari heim og komi sér í betrigallann og mæti til veislu um kl.19:00. Staðsetning og skipulag á því er ekki alveg komin á hreint en verður auglýst betur síðar.

Gott væri að félagsmenn skrái sig á viðburðinn á síðu félagsins á Fésbókinni, um það hvort það hyggist taka þátt svo meta megi magn af veitingum og stærð á sal.

Opnunartími í ágúst 2017

Dagana 31.júlí til 3. ágúst verður opið kl.19 – 22.

Lokað verður um verslunarmannahelgina
(laugardag, sunnudag og mánudag).

Opnunartími í ágúst frá og með þriðjudeginum 8. ágúst verður kl. 18-21 á mánud., þriðjud., miðvikud. og fimmtudögum.

Áfram verður opið kl.13-17 um helgar (lau. og sun.)

Úrslit úr mótum helgarinnar

Mikið líf var á svæði Skotfélagsins um helgina, þegar þrenn haglabyssumót voru haldin.

Á föstudagskvöldinu var haldið byrjendamót í Sporting þar sem 8 keppendur mættu til leiks.

This slideshow requires JavaScript.

Laugardag og sunnudag var Norðurlandsmeistaramótið í skeet, þar sem einnig mættu 8 keppendur. Hér má sjá úrslit úr mótinu.

This slideshow requires JavaScript.

Að lokum var Eldhafsmótið í Sporting haldið seinnipart sunnudagsins, með 13 keppendum.

This slideshow requires JavaScript.