Category: STÍ mót
Íslandsmót í Compak Sporting
Íslandsmótið í haglabyssugreininni Compak Sporting fór fram á skotsvæði Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi um helgina og átti Skotfélag Akureyrar þar nokkra keppendur. Í karlaflokki varð Ævar Sveinn Ævarsson úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar Íslandsmeistari með 181 stig, annar varð Gunnar Þór Þórarnarson úr Skotfélagi Akureyrar með 177 stig og þriðji varð Stefán Gaukur Rafnsson úr Skotfélagi Akureyrar með 176 stig. Í kvennaflokki varð Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur Íslandsmeistari með 154 stig, önnur varð Þórey Inga Helgadóttir með 144 stig og þriðja varð Snjólaug María Jónsdóttir úr Skotfélaginu Markviss með 132 stig. Íslandsmeistari unglinga varð Felix Jónsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 144 stig.
Íslandsmeistaramót í Skeet
Helgina 12-13 ágúst fór fram Íslandsmeistaramót í Skeet á skotvelli Skotfélags Akureyrar og var einnig var keppt um um titilinn Norðurlandsmeistari í Skeet. Veðrið var nú ekkert sérstaklega að heiðra okkur með nærveru sinni en áttu keppendur samt góða daga á meðan móti stóð. Fóru leikar þannig að Sigurður Unnar Hauksson varð Íslandsmeistari í karlaflokki, Snjólaug Jónsdóttir í kvennaflokki og Daníel Logi Heiðarsson í unglingaflokki. Sigurður Áki Sigurðsson vann titilinn um Norðurlandsmeistaran í karlaflokki og Snjólaug Jónsdóttir í kvennaflokki. Skokotfélag Akureyrar óskar öllum sigurvegurum innilega til hamingju með sigra sína og þakkar öllum kærlega fyrir komuna.
Riðlaskipting fyrir Íslandsmeistaramót
Úrslit úr landsmóti í Compak Sporting
Þá er frábæru landsmóti í Compak Sporting á Akureyri lokið sem fram fór um helgina í blíðskaparveðri.
Sigurvegarar mótsins voru Ellert Aðalsteinsson í karlaflokki og Ingibjörg Bergþórsdóttir í kvennaflokki. Úrslit í karlaflokki voru gríðarlega spennandi en Ellert og Jón skutu báðir 189 af 200 mögulegum og þurfti bráðabana til að knýja fram úrslit. Bràðarbaninn endaði þannig að Ellert skaut 25 af 25 og Jón 24 af 25. Langar okkur að endingu að þakka öllum keppendum og starfsfólki kærlega fyrir frábæra helgi. Svo fær Skotfélag Húsavíkur sérstakar þakkir fyrir lánið á vélunum.
Skráningar á Landsmót í Compak Sporting á Akureyri 27.-28. júlí
Hér er listi yfir þá sem eru skráðir til leiks á annað Landsmót í Compak Sporting sem haldið verður á Akureyri í sumar.
Skráningar Landsmót CS júlí 2019Á meðan á móti stendur verða haglavellir lokaðir en að sjálfsögðu eru allir velkomnir til að fylgjast með.
Hópaskipting og keppnistímar.
Skráningar Landsmót CS júlí 2019 hópaskipting+Hver hópur sendir út dómarara þegar þeir eru ekki að keppa.
Úrslit úr Íslandsmeistaramótinu í BR50
Fyrsta Íslandsmeistaramótinu í BR50 lauk í dag á svæði Skotfélags Akureyrar.
Keppt var í þremur flokkum: Sporter, Léttum Varmint og Þungum Varmint.
Hér fyrir neðan má sjá úrslit úr hverjum flokki. Nánari upplýsingar um riffla keppenda koma síðar.
Krýndir voru 5 nýjir Íslandsmeistarar á mótinu.
BR50 Skráningar á Íslandsmeistaramót - úrslit SporterBR50 Skráningar á Íslandsmeistaramót - Úrslit L.Varmint
BR50 Skráningar á Íslandsmeistaramót - Úrslit Þ.Varmint
Landsmót í Compak sporting – Úrslit
Frábæru landsmóti í Compak sporting er lokið í blíðskaparveðri, þar sem skotnar voru 200 dúfur á 4 völlum. 100 dúfur á laugardegi og 100 á sunnudegi.
Á laugardagskvöld var boðið upp á grillað lambalæri og meðlæti.
Hörð barátta var um efstu sætin hjá körlunum og fóru leikar svo að Bragi Óskarsson Skotfélagi Akureyrar vann með 191 dúfu (96/95), annar var Gunnar Gunnarsson Skotfélagi Reykjavíkur með 189 dúfur (94/95) og þriðji var Stefán Gaukur Rafnsson Skotfélagi Akureyrar með 188 dúfur (93/95).
Hjá konunum var ekki síður spennandi keppni sem fór þannig að Snjólaug M. Jónsdóttir Skotfélaginu Markviss sigraði með 165 dúfur (82/93), önnur var Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir Skotfélagi Reykjavíkur með 162 dúfur (82/80) og þriðja var Líf Katla Angelica Skotfélagi Akureyrar með 122 dúfur (60/62).
Landsmót Compak sporting Akureyri 15. - 16. júní 2019 - mótaskýrslaÍslandsmótin í loftgreinum
Íslandsmótið í loftskammbyssu fór fram í Egilshöllinni laugardaginn 6. apríl.
Í stúlknaflokki varð Sóley Þórðardóttir Íslandsmeistari með 492 stig, önnur varð Sigríður L. Þorgilsdóttir með 482 stig og þriðja Rakel Arnþórsdóttir með 452 stig, en þær keppa allar fyrir Skotfélag Akureyrar. Þær urðu jafnframt Íslandsmeistarar stúlknaliða fyrir Skotfélag Akureyrar með 1,426 stig, en það er jafnframt nýtt Íslandsmet.
Í drengjaflokki varð Magnús G. Jensson, Skotdeild Keflavíkur, Íslandsmeistari með 423 stig.
Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur varð Íslandsmeistari í karlaflokki með 580 stig, annar varð Ívar Ragnarsson, Skotíþróttafélagi Kópavogs, með 565 stig og í þriðja sæti Ingvar Bremnes úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar með 529 stig.
Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur varð Íslandsmeistari í kvennaflokki með 553 stig, önnur varð Kristína Sigurðardóttir einnig úr Skotfélagi Reykjavíkur með 550 stig og þriðja Þorbjörg Ólafsdóttir, Skotfélagi Akureyrar, með 513 stig.
Íslandsmótið í loftriffli fór fram í Egilshöll sunnudaginn 7. apríl.
Í unglingaflokki kvenna varð Viktoría E. Bjarnarson úr Skotfélagi Reykjavíkur Íslandsmeistari með 555,2 stig, önnur varð Rakel Arnþórsdóttir úr Skotfélagi Akureyrar með 478,7 stig og í þriðja sæti Sóley Þórðardóttir úr Skotfélagi Akureyrar með 413,3 stig. Lið Skotfélags Akureyrar setti Íslandsmet í unglingaflokki en hún var skipuð Rakel, Sóleyu og Sigríði L. Þorgilsdóttur.
Íslandsmeistari í karlaflokki varð Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur með 590,6, annar varð Róbert V. Ryan úr Skotfélagi Reykjavíkur með 560,9 stig og í þriðja sæti Þórir S. Kristinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 550,7 stig.
Í kvennaflokki varð Íris Eva Einarsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur Íslandsmeistari með 594,4 stig og önnur varð Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 591,0 stig.
Sveit Skotfélags Reykjavíkur varð Íslandsmeistari í karlaflokki en sveitina skipuðu þeir Guðmundur, Róbert og Þórir, en árangur þeirra er nýtt Íslandsmet 1.702,2 stig. Sveit Skotdeildar Keflavíkur varð í öðru sæti.
Í drengjaflokki varð Magnús G. Jensson úr Skotdeild Keflavíkur Íslandsmeistari með 570,3 stig og Elmar T. Sverrisson úr Skotdeild Keflavíkur varð annar með 555,4 stig.
Eins voru krýndir Íslandsmeistarar í hverjum flokki í báðum greinum og má sjá það nánar á www.sti.is
Okkar fólk heldur áfram að gera góða hluti :D
Landsmót STÍ í loftbyssugreinunum fór fram í Egilshöllinni í Grafarvogi um helgina. Í loftskammbyssu unglinga hlaut gullið Sóley Þórðardóttir úr Skotfélagi Akureyrar með 467 stig. Í kvennakeppninni sigraði Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 536 stig og Þorbjörg Ólafsdóttir úr Skotfélagi Akureyrar varð önnur með 521 stig. Í karlaflokki sigraði Þórður Ívarsson úr Skotfélagi Akureyrar með 533 stig, Izaar Arnar Þorsteinsson úr Skotfélagi Akureyrar varð annar með 516 stig og þriðji varð Ingvi Eðvarðsson úr Skotdeild Keflavíkur með 513 stig.