Íslandsmeistaramót í BR50

Næstkomandi laugardag, 20. júlí, verður Íslandsmeistaramót í BR50 haldið hjá Skotfélagi Akureyrar.

Riffilhúsið verður opið kl.16-21:00 á föstudaginn fyrir keppnisæfingu.

Riffilhúsið verður því lokað fyrir almennar æfingar frá því kl.16 á föstudaginn og þar til mótahaldi líkur á laugardaginn. 

Haglavellir verða opnir á laugardaginn á hefðbundnum opnunartíma (kl. 13-17) 

 

Skotpróf fyrir hreindýraveiðimenn

Væri ekki rétt að vera tímanlega í að undirbúa hreindýraveiðferðina? Prófdómarar okkar eru klárir í að taka á móti veiðimönnum nú þegar. Endilega heyrið í einhverjum af eftirtöldum prófdómurum og bókið tíma. 

Prófdómarar:

Davíð Hallgrímsson 865-5455

Finnur Steingrímsson 840-4813

Njáll Sigurðsson 833-7010

Skráning í próf: Hringja beint í prófdómara og bóka tíma hjá honum.    Gjald: 4500 kr. – Greiðist áður en próf er tekið.                                                    ATH. Öllum prófum þarf að vera lokið 30. júní.

Það er vor í lofti!

                                 

Veðurspár fyrir morgundaginn eru flottar og töluvert um fyrirspurnir um hvort ekki fari að opna uppá skotvelli ætlum við að hafa opið á morgun. Búið er að setja upp tvo sporting velli og svo er auðvitað einn skeetvöllur klár líka. Ev veður heldur áfram að vera okkur hliðhollt er ekki ólíklegt að opnunardögum fjölgi eitthvað fram að formlegri opnun.                                        Á morgun verður opið frá kl.11-15 og heitt á könnuni.