Íslandsmeistaramót í Skeet

Helgina 12-13 ágúst fór fram Íslandsmeistaramót í Skeet á skotvelli Skotfélags Akureyrar og var einnig var keppt um um titilinn Norðurlandsmeistari í Skeet. Veðrið var nú ekkert sérstaklega að heiðra okkur með nærveru sinni en áttu keppendur samt góða daga á meðan móti stóð. Fóru leikar þannig að Sigurður Unnar Hauksson varð Íslandsmeistari í karlaflokki, Snjólaug Jónsdóttir í kvennaflokki og Daníel Logi Heiðarsson í unglingaflokki. Sigurður Áki Sigurðsson vann titilinn um Norðurlandsmeistaran í karlaflokki og Snjólaug Jónsdóttir í kvennaflokki. Skokotfélag Akureyrar óskar öllum sigurvegurum innilega til hamingju með sigra sína og þakkar öllum kærlega fyrir komuna.

Úrslit úr landsmóti í Compak Sporting

Þá er frábæru landsmóti í Compak Sporting á Akureyri lokið sem fram fór um helgina í blíðskaparveðri. 

Sigurvegarar mótsins voru Ellert Aðalsteinsson í karlaflokki og Ingibjörg Bergþórsdóttir í kvennaflokki. Úrslit í karlaflokki voru gríðarlega spennandi en Ellert og Jón skutu báðir 189 af 200 mögulegum og þurfti bráðabana til að knýja fram úrslit. Bràðarbaninn endaði þannig að Ellert skaut 25 af 25 og Jón 24 af 25. Langar okkur að endingu að þakka öllum keppendum og starfsfólki kærlega fyrir frábæra helgi. Svo fær Skotfélag Húsavíkur sérstakar þakkir fyrir lánið á vélunum.

Skotpróf fyrir hreindýraveiðimenn

Væri ekki rétt að vera tímanlega í að undirbúa hreindýraveiðferðina? Prófdómarar okkar eru klárir í að taka á móti veiðimönnum nú þegar. Endilega heyrið í einhverjum af eftirtöldum prófdómurum og bókið tíma. 

Prófdómarar:

Davíð Hallgrímsson 865-5455

Finnur Steingrímsson 840-4813

Njáll Sigurðsson 833-7010

Skráning í próf: Hringja beint í prófdómara og bóka tíma hjá honum.    Gjald: 4500 kr. – Greiðist áður en próf er tekið.                                                    ATH. Öllum prófum þarf að vera lokið 30. júní.

Það er vor í lofti!

                                 

Veðurspár fyrir morgundaginn eru flottar og töluvert um fyrirspurnir um hvort ekki fari að opna uppá skotvelli ætlum við að hafa opið á morgun. Búið er að setja upp tvo sporting velli og svo er auðvitað einn skeetvöllur klár líka. Ev veður heldur áfram að vera okkur hliðhollt er ekki ólíklegt að opnunardögum fjölgi eitthvað fram að formlegri opnun.                                        Á morgun verður opið frá kl.11-15 og heitt á könnuni.