Author: Ómar Örn Jónsson
Okkar fólk heldur áfram að gera góða hluti :D
Landsmót STÍ í loftbyssugreinunum fór fram í Egilshöllinni í Grafarvogi um helgina. Í loftskammbyssu unglinga hlaut gullið Sóley Þórðardóttir úr Skotfélagi Akureyrar með 467 stig. Í kvennakeppninni sigraði Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 536 stig og Þorbjörg Ólafsdóttir úr Skotfélagi Akureyrar varð önnur með 521 stig. Í karlaflokki sigraði Þórður Ívarsson úr Skotfélagi Akureyrar með 533 stig, Izaar Arnar Þorsteinsson úr Skotfélagi Akureyrar varð annar með 516 stig og þriðji varð Ingvi Eðvarðsson úr Skotdeild Keflavíkur með 513 stig.
Áramót Skotak 2018 úrslit.
Þá lyggja fyrir úrslit úr Áramóti Sotak 2018 fyrir. Prufað var í fyrsta sinn aðkeppa í myrkri við flóðljós þar sem prufur höfðu gefið góða raun um að þetta væri vel framkvæmanlegt, en það hafði samt gleymst að prufa þetta í stórhríð sem gerðu aðstæður enn meira krefjandi bæði í riffilkeppni og sporting. En mál manna og kvenna var að þetta hafi verið hin mesta skemmtun og verður því gert meira af þessu í framtíðinni.
Í loftgreinamótin, sem haldið var 29. des, mættu 8 keppendur og skutu bæði loftskammbyssu og loftriffil, 40 skot í hvorri grein.
Gleðilegt nýtt skotfimiár






Síðasta opnun ársinns!
Í dag er síðasta opnun á leirdúfuvelli okkar og er opið til kl.17:00 og því um að gera að koma og redda því sem redda þarf fyrir rjúpu 😀 Heitt kaffi á könnuni.
Lokahóf Skotfélags Akureyrar
Lokahóf Skotfélags Akureyrar fór fram í gærkvöldi þar sem boðið var upp á frábæran mat og auðvitað smá drykk. Einnig var val á skotíþróttafólki okkar kynnt og er það eftirfarandi. Í unglingaflokki eru Daníel Logi Heiðarsson(272,4 stig) og Sóley Þórðardóttir (236stig) og í fullorðinsflokki Þórður Ívarsson (444,6 stig) og Þorbjörg Ólafsdóttir (276,2 stig) Því miður fyrirfórst að mynda þennan glæsilega hóp okkar en það verður gert síðar. Einnig var farið yfir alla Akureyrarmeistara okkar og þeim veitt verðlaun og vantar einnig myndir af þeim öllum þar sem ekki voru allir á staðnum. Svo auðvitað voru veit verðlaun fyrir lokamótin sem fram fóru í gær og má sjá meðfylgjandi myndir af því og skorinn. Stjórn félagsinns langar að þakka öllum sem mættu í gær á mótinn og lokahófið kærlega fyrir frábæran dag og einnig öðrum félagsmönnum sem tóku þátt í starfinu okkar í sumar.
Nú er bara að halda áfram að byggja upp aðstöðu okkar til að efla okkar frábæra íþróttafólk.
Mót og matur um helgina!
Minnum á viðburð laugardagsinns. Mót og matur!!! Nú er síðasti séns fyrir fólk að skrá sig þar sem við þurfum að gefa kokknum fjölda 😀 ALLIR Í BÁTANA!!!!!
Lokað í dag á skotvelli!
Þar sem erfilega gengur að fá starfsmann verður völlurinn lokaður í dag. Einnig má það koma fram að næstkomandi laugardag verður völlurinn einnig lokaður þar sem fram fara mót sem tengjast lokahófi Skotfélags Akureyrar og lokahófs. En við hvetjum félagsmenn og konur til að taka þátt í þeirri dagskrá.
Akureyrarmeistaramót í BR.VFS
Akureyrarmeistaramót í BR.VFS og fóru leikar þannig að Kristbjörn stóð uppi sem sigurvegari á 495-20x og Finnur Steingrímsson annar á 495-20x og Jón B. Kristjánsson í þriðja sæti á 492-14x
Skotfélagi Akureyrar færð gjöf.
Nú á dögunum færði húsfélag Steinahlíð 2. okkur að gjöf forláta fánastöng til að geta flaggað á mótum og öðrum hátíðisdögum. Kunnum við gefendum bestu þakkir fyrir þessa frábæru gjöf. Nú er bara að koma fánastönginni upp fyrir komandi lokahóf.
Akureyrarmeistaramótið í sportskammbyssu
Akureyrarmeistaramótið í sportskammbyssu verður haldið á sunnudaginn (30.sept) í inniaðstöðu félagsins í Íþróttahöllinni. Mæting er kl.11, á sunnudaginn, til að staðfesta skráningu.