Vinnukvöld!

Kæru félagar. kl.19:30 verður vinnukvöld á svæði félagsins. Það er svona eitt og annað sem þarf að gera og því væri nú frábært að sjá sem flesta koma og vinna smá fyrir félagið sitt.

Á döfinni næstu daga!

Helst ber að nefna að frá og með 1.júní  teku við almenn sumar opnun á svæði félagsins eins og sjá má hér.  

Einnig mun sú breyting taka gildi að eingöngu verður hægt að komast inní riffilhús með aðgangskorti þar sem gamli lyklacylender verður fjarlægður, og aðeins þeir sem greitt hafa árgjald og lykilgjald 2021  hafa aðgang. Fyrir þá sem hafa greitt en ekki fengið kort nú þegar geta nálgast slíkt kort á opnunartíma félagsins með því að gefa upp nafn.

Einnig má benda á að Sumarmót í Silhouette sem sett hafði verið á 3.júní verður flýtt um einn dag vegna óviðráðanlegra orska og verður því 2.júní kl.19:00  Skráning á staðnum.

Mánudaginn 7.júní er svo fyrirhugað að hafa vinnudag á svæðinu og verður það auglýst betur síðar.

Benelli mótið 2021

Fyrsta mót sumarsins fór fram í dag og að sjálfsögðu í blíðskaparveðri. Mótið var í boði Veiðihúsið saka/Benelli og var Kjarri umboðsmaður mætti norður með troðfullan bíl af verlaunum.
Úrslit mótsins voru þannig að í flokknum óvanir varð Þorsteinn í 3.sæti á 35.dúfum Hallur í 2.sæti á 50.dúfum og Heimir í 1.sæti á 58.dúfu Í flokknum vanir fór þannig að Gunnar Þór varð í 3.sæti á 66.dúfum Bragi Óskars í 2.sæti á 69.dúfum og Teddi í 1.sæti á 70.dúfum.
Voru keppendur sammála um að þetta hefði verið gríðarlega skemmtilegt og vel skipulagt mót. Að endingu langar okkur hjá Skotfélagi Akureyrar að þakka keppendum og Veiðihúsinu Sökku kærlega fyrir að gera daginn og mótið svona frábært.

SA fólk í loftgreinum að gera það gott

Landsmót STÍ í loftbyssugreinunum var loks haldið í dag í Egilshöllinni í Grafarvogi. Keppt var bæði í loftskammbyssu og loftriffli. Í loftskammbyssu kvenna sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 547 stig, Aðalheiður L. Guðmundsdóttir úr SSS varð önnur með 521 stig og í þriðja sæti varð Þorbjörg Ólafsdóttir úr SA með 511 stig. Í karlaflokki sigraði Þórður Ívarsson úr SA með 520 stig, annar varð Ingvar Bremnes úr SÍ með 519 stig og í þriðja sæti Hannes H. Gilbert úr SFK með 498 stig. Í stúlknaflokki sigraði Sóley Þórðardóttir úr SA með 498 stig, önnur varð Bryndís A. Magnúsdóttir úr SA með 464 stig og í þriðja sæti varð Sesselja Þórðardóttir úr SA með 371 stig.
Í keppni með loftriffli sigraði Guðmundur H. Christensen úr SR með 587,8 stig, annar varð Þórir Kristinsson úr SR með 559,8 stig og í þriðja sæti varð Þorsteinn Bjarnarson úr SR með 521,1 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 571,2 stig. Í stúlknaflokki sigraði Hafdís R. Heiðarsdóttir úr SA með 500,5 stig og í öðru sæti Klaudia A. Jablonska úr SA með 456,9 stig. Nánar á www.sti.is og www.sr.is

Skotfélag Akureyrar og Fallorka hafa gert með sér eftirfarandi samkomulag.

„Fallorka mun láta moka snjó af veginum upp að skotsvæðinu allt að
þrisvar sinnum á vetri umfram þann mokstur sem félagið myndi annars
gera vegna eigin þarfa í tengslum við Glerárvirkjun 2.
Fallorka mun einnig gera á hverju sumri eitthvert viðvik sem kemur
Skotfélaginu til góða svo sem lagfæringar á veginum eða á drenun með
veginum eða þá á girðingum, merkingum eða öðru, í samráði við
Skotfélagið.
Í staðinn mun Skotfélagið kynna þetta samkomulag fyrir sínum c.a 400 félagsmönnum á heimasíðu og á Facebook og hvetja þá til að ganga
úr skugga um að hver og einn sé örugglega að kaupa raforku á sínu
heimili frá Fallorku. Traustur hópur viðskiptavina er að sjálfsögðu
lykillinn að því að Fallorka geti dafnað og hafi fjármuni úr að spila
til að styðja við félagsstarf og íþróttastarf á Eyjafjarðarsvæðinu.
Samkomulag þetta er gert til þriggja ára og reiknað með að það verði
framlengt ef vel tekst til.“
Stjórn Skotfélags Akureyrar fagnar þessu samkomulagi sem hefur mikla þýðingu fyrir starf Skotfélagsins á Glerárdal allt árið. Upphaf þessa samstarfs Fallorku og Skotfélag má rekja til þess er fallpípa Fallorku var grafin í gegnum félagsvæði okkar með tilheyrandi raski og umferð hjá okkur. Fallorka hafði þá strax frumkvæði að vinna þetta í sátt með okkur og vildi gera eitt og annað til að létta okkur lífið og jafnframt þakka fyrir hvað við vorum tilbúin að liðka fyrir þessari framkvæmd. Fallorka hefur nú þegar látið girða stóran hluta af okkar svæði með tilheyrandi merkingum og einnig kostað uppsetningu á yfirskotsvörn á riffilsvæði. Þess má að sjálfsögðu geta að Skotfélag Akureyrar kaupir alla sína raforku af Fallorku og er það því einlæg ósk okkar að allir okkar félagsmenn geri slíkt hið sama til að tryggja áframhaldandi farsælt samstarf.

Skotvís fundur.

Góðan daginn félagar.

Fundur verður annað kvöld, 9.júní kl:19:30 með formanni Skotvís                    Áka Ármanni. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Skotfélags Akureyrar (skotsvæði) Fundarefni: Rjúpnaveiðar á komandi tímabili, ný villidýralög, fyrirhugaður miðhálendis þjóðgarður, önnur mál.                        SKOTVEIÐIMENN ERU HVATTIR TIL AÐ MÆTA OG TAKA ÞÁTT Í UMRÆÐUM UM ÞESSI MIKILVÆGU MÁL.