Hér má sjá hvernig staðan er í mótinu
Author: Þorbjörg Ólafsdóttir
Skráningar á Landsmót í Compak Sporting á Akureyri 27.-28. júlí
Hér er listi yfir þá sem eru skráðir til leiks á annað Landsmót í Compak Sporting sem haldið verður á Akureyri í sumar.
Skráningar Landsmót CS júlí 2019Á meðan á móti stendur verða haglavellir lokaðir en að sjálfsögðu eru allir velkomnir til að fylgjast með.
Hópaskipting og keppnistímar.
Skráningar Landsmót CS júlí 2019 hópaskipting+Hver hópur sendir út dómarara þegar þeir eru ekki að keppa.
Úrslit úr Íslandsmeistaramótinu í BR50
Fyrsta Íslandsmeistaramótinu í BR50 lauk í dag á svæði Skotfélags Akureyrar.
Keppt var í þremur flokkum: Sporter, Léttum Varmint og Þungum Varmint.
Hér fyrir neðan má sjá úrslit úr hverjum flokki. Nánari upplýsingar um riffla keppenda koma síðar.
Krýndir voru 5 nýjir Íslandsmeistarar á mótinu.
BR50 Skráningar á Íslandsmeistaramót - úrslit SporterBR50 Skráningar á Íslandsmeistaramót - Úrslit L.Varmint
BR50 Skráningar á Íslandsmeistaramót - Úrslit Þ.Varmint
Íslandsmeistaramót í BR50 – riðlaskipting
- Hér er riðlaskiping fyrir laugardaginn.
Keppnisæfing föstudaginn 19. júlí milli kl.16 og 21
Mótagjald 4500 kr (fyrir hvern flokk)
Íslandsmeistaramót í BR50
Næstkomandi laugardag, 20. júlí, verður Íslandsmeistaramót í BR50 haldið hjá Skotfélagi Akureyrar.
Riffilhúsið verður opið kl.16-21:00 á föstudaginn fyrir keppnisæfingu.
Riffilhúsið verður því lokað fyrir almennar æfingar frá því kl.16 á föstudaginn og þar til mótahaldi líkur á laugardaginn.
Haglavellir verða opnir á laugardaginn á hefðbundnum opnunartíma (kl. 13-17)
Landsmót í Compak sporting – Úrslit
Frábæru landsmóti í Compak sporting er lokið í blíðskaparveðri, þar sem skotnar voru 200 dúfur á 4 völlum. 100 dúfur á laugardegi og 100 á sunnudegi.
Á laugardagskvöld var boðið upp á grillað lambalæri og meðlæti.
Hörð barátta var um efstu sætin hjá körlunum og fóru leikar svo að Bragi Óskarsson Skotfélagi Akureyrar vann með 191 dúfu (96/95), annar var Gunnar Gunnarsson Skotfélagi Reykjavíkur með 189 dúfur (94/95) og þriðji var Stefán Gaukur Rafnsson Skotfélagi Akureyrar með 188 dúfur (93/95).
Hjá konunum var ekki síður spennandi keppni sem fór þannig að Snjólaug M. Jónsdóttir Skotfélaginu Markviss sigraði með 165 dúfur (82/93), önnur var Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir Skotfélagi Reykjavíkur með 162 dúfur (82/80) og þriðja var Líf Katla Angelica Skotfélagi Akureyrar með 122 dúfur (60/62).
Landsmót Compak sporting Akureyri 15. - 16. júní 2019 - mótaskýrslaOpið 17. júní
Opið verður á svæði félagsins á Glerárdal mánudagskvöldið 17. júní frá kl. 19-22
Landsmót Compak sporting Akureyri
Fyrir þá sem vilja fylgjast með framvindu mótsins.
Landsmót í Compak Sporting 15. og 16. júní á Akureyri
Helgina 15. – 16. júní verður haldið landsmót í Compak sporting á svæði Skotfélags Akureyrar á Glerárdal.
Svæðið verður því lokað á meðan á mótinu stendur.
Keppendur geta komið og tekið æfingu föstudaginn 14. júní frá kl.12-22.
hópaskipting Compak sporting júní 2019Nánari upplýsingar koma hér fljótlega.