Um síðustu helgi fór fram landsmót í loftgreinum hjá Skotdeild Keflavíkur og átti Skotfélag Akureyrar fimm keppendur á mótinu sem allir stóðu sig vel. En á mótinu bætti Sigríður Íslandsmet stúlkna í loftskammbyssu og er það komið í 492 stig.
Þórður Ívarsson vann karlaflokkinn og Izaar Arnar Þorsteinsson varð þriðji. Í kvennaflokki endaði Þorbjörg Ólafsdóttir einnig í þriðja sæti. Í stúlknaflokki sigraði Sigríður L. Þorgilsdóttir sem fyrr segir á nýju Íslandsmeti og Sóley Þórðardóttir varð önnur. Stúlkurnar og Þorbjörg mynduðu einnig kvennalið sem endaði í öðru sæti á eftir kvennaliði Skotíþróttafélags Kópavogs.
Það má því segja að keppendur okkar eru að gera góða hluti á mótum vetrarins í loftgreinum en Þórður hefur unnið öll loftskammbyssumót vetrarins og stúlkurnar bætt Íslandsmetið á hverju móti sem haldið hefur verið í vetur.