Fyrsta landsmót í loftgreinum þetta keppnistímabilið var haldið í Borgarnesi laugardaginn 28. október. Skotfélag Akureyrar átti fimm keppendur á mótinu í loftskammbyssu, sem öll unnu til verðlauna.
Þórður Ívarsson vann loftskammbyssu karla með 538 stig og Izaar A. Þorsteinsson varð annar með 514 stig. Þorbjörg Ólafsdóttir varð önnur í loftskammbyssu kvenna með 514 stig. Í unglingaflokki kepptu Sóley Þórðardóttir og Sigríður L. Þorgilsdóttir og bættu báðar sinn persónulega árangur á móti og báðar með skor sem var hærra en Íslandsmetið frá í vor. En Sigríður var með 485 stig og Sóley með 489 stig á nýju Íslandsmeti stúlkna í loftskammbyssu.