Fimmtudaginn 8. júlí kl. 19-21 verður hægt að koma við í félagsheimili Skotfélagsins á Glerárdal og skoða og panta sér peysu eða bol merktan félaginu. Hér fyrir neðan má sjá myndir af peysum og bolum ásamt stærðartöflum. Verð á peysu er 7800 kr og á bol er 6500 kr, innifalið í því er nafnamerking fyrir þá sem það kjósa.