Stóra vormótið í Compak Sporting

15 keppendur mættu til leiks föstudagskvöldið 25. maí og skutu fyrsta Compak Sporting mótið sem Skotfélag Akureyrar heldur.

Skotnar voru 100 dúfur á tveimur völlum.

Eftir harða baráttu og bráðabana um 3. sætið endaði mótið þannig að Bragi Óskarsson vann mótið með 92 dúfur, annar varð Gunnar Þór Þórarnarson með 88 dúfur og í þriðja sæti Jóhann Ævarsson með 81 dúfu.

Sigurvegarar í Stóra vormótinu í Compak sporting

 

Nánari úrslit má sjá hér.