Aðalfundur Skotfélags Akureyrar var haldinn í félagsheimilinu á Glerárdal síðastliðið mánudagskvöld.
Á fundinum var ný stjórn kosin og eftir jafna kosningu er stjórnin skipuð:
Formaður: Ómar Örn Jónsson, sem var kosinn í fyrra til tveggja ára.
Aðalstjórn: Sigurður Áki Sigurðsson og Finnur Steingrímsson, kosnir í fyrra til tveggja ára. Nýir inn núna til tveggja ára eru: Bragi Óskarsson og Davíð Hallgrímsson.
Varamenn: Kristbjörn Tryggvason, kosinn í fyrra til tveggja ára og Jóhann Ævarsson kosinn í ár til tveggja ára.
Samþykkti fundurinn hækkun á árgjaldi fyrir næsta ár (2019) um 1.000 kr í 8.000 kr. Makar og 67 ára og eldri greiða 4.000 kr. Ungmenni 15-19 ára greiða 3.500 kr.
Einnig voru samþykktar nýjar reglur um Akureyrarmeistara og skotmenn ársins. Þær eru væntanlegar á heimasíðuna.