Nú styttist í páska og menn og konur orðin spennt að fá að skjóta smá.
Eins og vanalega verður laugardagurinn þéttpakkaður mótum.
Riffilmót: Keppni með óbreyttum veiðirifflum hefst kl 10.00 og er skotið á tvö spjöld á 100 metrum af tvífæti og afturpúði leyfður.
Kl 12.00 byrjar keppni með breyttum veiðirifflum / tactical / custom og er skotið á 2 blöð VFS á 200 metrum. Tvífótur og afturpúði leyfður.
Að lokum er svo Benchrest keppni þar sem skotið er 25 skotum á 100 metrum. Gilda þar allar reglur um keppni í HV flokki. Rifflar allt að 6,123 kg. Byrjar kl 14.00 eða þegar veiðiriffla flokkurinn er búinn.
Haglamót byrjar kl.12 og verða skotnar 50 dúfur með Compakskeet style.
Páskamót í loftgreinum verður föstudaginn 30. mars í inniaðstöðu félagsins í Íþróttahöllinni. Mótið hefst kl. 14.
Páskaegg í verðlaun