Þá er mótum helgarinnar lokið en Skotfélag Akureyrar hélt tvenn landsmót, annarsvegar í sport skammbyssu og hinsvegar í gróf skammbyssu.
5 keppendur voru skráðir til leiks á bæði mótin.
Sport skammbyssumótið var haldið laugardaginn 17. feb og fór þannig að Þórður Ívarsson vann mótið með 535 stigum og skaut sig upp í 2. flokk. Önnur varð Þorbjörg Ólafsdóttir með 511 stig og þriðji varð Haukur F. Möller með 465 stig.
Gróf skammbyssumótið var haldið sunnudaginn 18. feb og fór þannig að Þórður Ívarsson vann mótið með 498 stigum og er einnig Akureyrarmeistari í gróf skammbyssu þetta árið. Annar varð Finnur Steingrímsson með 488 stig og þriðja varð Þorbjörg Ólafsdóttir með 475 stig.