Keppt er í eftirfarandi greinum á vegum Skotfélags Akureyrar:
Haglabyssugreinar:
Skeet – leirdúfuskotfimi
Hin hefðbundna haglabyssugrein þar sem skotið er frá 8 skotstöðum á leirdúfum sem skotið er úr tveimur skotturnum. Alls 25 skot í hverri lotu.
Compak Sporting – leirdúfuskotfimi
Íslenskar reglur um Compak Sporting
Sporting – leirdúfuskotfimi
Haglabyssugrein þar sem skotið er frá 5 pöllum. Notaðir eru 7 kastarar og því koma 7 mismunandi dúfur. Skotið er 25 skotum í hverri lotu. Í tvískoti (dobbli) ræður skotmaður hvora dúfuna hann skýtur fyrst.
Trap – leirdúfuskotfimi
Haglabyssugrein þar sem skotið er á leirdúfur frá 5 pöllum. Leirdúfan getur tekið 45 gráðu stefnu í hvaða átt sem er frá skotmanninum. Skotið er 25 skotum í hverri lotu. Heimilt er að skjóta 2 skotum á hverja dúfu.
Kúlugreinar:
Stöðluð Skammbyssa
Keppt er á 25 m í þremur tímalotum. Skotið er 5 skotum, fjórum sinnum, á 150, 20 og 10 sekúndum. Alls 60 skotum.
Sport Skammbyssa
Keppt er á 25 m í tveimur tímalotum. Alls 60 skot. Fyrri 30 skotin á löngum tíma (300 sek) og seinni 30 í Rapid fire, 3 sek til að skjóta einu skoti og 7 sek biðtími að næsta skoti. Notað er 22LR.
Gróf Skammbyssa
Keppt er á 25 m í tveimur tímalotum. Alls 60 skot. Fyrri 30 skotin á löngum tíma (300 sek) og seinni 30 í Rapid fire, 3 sek til að skjóta einu skoti og 7 sek biðtími að næsta skoti. Notaðar stærri kúlur en 22LR og upp að 44 cal.
Frjáls Skammbyssa (ekki verið skotin lengi hjá félaginu)
Keppt er á 50 m með einsskota fríbyssu. Skotið er 60 skotum á 90 mínútum. Þessi grein er stunduð utandyra hjá félaginu eða þá að félagsmenn skunda suður til keppni.
Silhouette skotfimi – rifflar, .22 cal
Skotið á 20 silhouettur af fjórum mismunandi stærðum, 5 stk af hverri stærð, á mismunandi færum, eftir stærð dýranna. Skotið með .22 cal rifflum með sjónaukum úr standandi stöðu. Færin sem notuð eru: 40, 60, 77 og 100 m
Ensk keppni – rifflar, .22 cal
Keppt er á 50 metrum í liggjandi stöðu. Skotið alls 60 skotum. Ekki er aðstaða til þess að skjóta á 50 m nema utanhúss.
BR 50 – rifflar, .22 cal
Skotið sitjandi við borð af 50 metra færi utanhúss og 25 yarda færi innanhúss. Skotin 25 skot, eitt skot í hverja skífu. Leyfilegt að skjóta á sighter skífu að vild. Kúlustærð er 22LR, standard velocity skot. Stuðningsbúnaður á borði leyfður. Keppt í opnum flokki.
Veiðirifflakeppni
Skotið er á spjöld á 100, 150 og 200 metra færi. Skotið eru 9 skotum og heimilt að nota allt stærra en 22LR. Á 200 metrunum er skotið sitjandi við borð, með tvífæti. Annar stuðningur ekki leyfður. Á 150 metrunum er kropið og staðið á 100 metrunum. Hæsta mögulega skor er 90 stig.
Benchrest Hunter Class
Keppnin er 5 umferðir á 100 metra færi og 5 umferðir á 200 metra færi. Í fyrstu umferð á hvora fjarlægð hafa keppendur 12 mínútur en 7 mínútur á seinni umferðirnar.
Loftskammbyssa
Skotið er á 10 m færi 60 skotum.
Loftriffill
Skotið er á 10 m færi 60 skotum.