Íslandsmót í Compak sporting

Glæsilegu og fjölmennu Íslandsmóti í Compak sporting lauk í dag.

37 keppendur mættu til keppni, þar af 3 í kvennaflokki. Skotnar voru 100 dúfur á tveimur dögum, á tveimur völlum.

Boðið var til grillveislu á laugaragskvöldi þar sem grilluð voru lambalæri og boðið upp á meðlæti.

Sigurvegarar og fyrstu Íslandsmeistararnir í Compak Sporting voru Gunnar Gunnarsson og Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir, bæði í Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar.

Í kvennaflokki varð Helga Jóhannsdóttir (SFS) í öðru sæti og Snjólaug M. Jónsdóttir (MAV). Í karlaflokki varð Þórir Guðnason (SIH) annar og Aron Kristinn Jónsson (SIH) varð þriðji.

Nánari úrslit má nálgast hér.

Stóra vormótið í Compak Sporting

15 keppendur mættu til leiks föstudagskvöldið 25. maí og skutu fyrsta Compak Sporting mótið sem Skotfélag Akureyrar heldur.

Skotnar voru 100 dúfur á tveimur völlum.

Eftir harða baráttu og bráðabana um 3. sætið endaði mótið þannig að Bragi Óskarsson vann mótið með 92 dúfur, annar varð Gunnar Þór Þórarnarson með 88 dúfur og í þriðja sæti Jóhann Ævarsson með 81 dúfu.

Sigurvegarar í Stóra vormótinu í Compak sporting

 

Nánari úrslit má sjá hér.

Úrslit í Compak Sporting páskamótinu

Frábær mæting á páskamótið í haglagreinum þar sem notaðir voru nýju kastararnir og skotið 50 dúfna – Compak Sporting mót.

Jóhann Ævarsson vann mótið með 46 dúfur, annar var Elías Frímann með 44 dúfur og þriðji eftir bráðabana varð Einar Már Haraldsson með 43 dúfur.

 

Loading...