Þá er frábæri helgi lokið hjá Skotfélagi Akureyrar þar sem fram fór Landsmót í Compak Sporting (Arctic shotting open) í frábæru skotveðri og félagsskap. Jón Valgeirsson frá SÍH bar sigur úr bítum í karlaflokki, Snjólaug María Jónsdóttir frá Markviss sigraði í kvennaflokki og Viðar Hilmarsson frá SA í unglinglingaflokki. Samhliða mótinu var einnig liðakeppni þar sem A-sveit SÍH bar sigur úr bítum. Skotfélag Akureyrar þakkar keppendum öllum kærlega fyrir komuna og frábæra samveru alla helgina.