Fyrsta mót sumarsins fór fram í dag og að sjálfsögðu í blíðskaparveðri. Mótið var í boði Veiðihúsið saka/Benelli og var Kjarri umboðsmaður mætti norður með troðfullan bíl af verlaunum.
Úrslit mótsins voru þannig að í flokknum óvanir varð Þorsteinn í 3.sæti á 35.dúfum Hallur í 2.sæti á 50.dúfum og Heimir í 1.sæti á 58.dúfu Í flokknum vanir fór þannig að Gunnar Þór varð í 3.sæti á 66.dúfum Bragi Óskars í 2.sæti á 69.dúfum og Teddi í 1.sæti á 70.dúfum.
Voru keppendur sammála um að þetta hefði verið gríðarlega skemmtilegt og vel skipulagt mót. Að endingu langar okkur hjá Skotfélagi Akureyrar að þakka keppendum og Veiðihúsinu Sökku kærlega fyrir að gera daginn og mótið svona frábært.