Frábæru landsmóti í Compak sporting er lokið í blíðskaparveðri, þar sem skotnar voru 200 dúfur á 4 völlum. 100 dúfur á laugardegi og 100 á sunnudegi.
Á laugardagskvöld var boðið upp á grillað lambalæri og meðlæti.
Hörð barátta var um efstu sætin hjá körlunum og fóru leikar svo að Bragi Óskarsson Skotfélagi Akureyrar vann með 191 dúfu (96/95), annar var Gunnar Gunnarsson Skotfélagi Reykjavíkur með 189 dúfur (94/95) og þriðji var Stefán Gaukur Rafnsson Skotfélagi Akureyrar með 188 dúfur (93/95).
Hjá konunum var ekki síður spennandi keppni sem fór þannig að Snjólaug M. Jónsdóttir Skotfélaginu Markviss sigraði með 165 dúfur (82/93), önnur var Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir Skotfélagi Reykjavíkur með 162 dúfur (82/80) og þriðja var Líf Katla Angelica Skotfélagi Akureyrar með 122 dúfur (60/62).
Landsmót Compak sporting Akureyri 15. - 16. júní 2019 - mótaskýrsla