Þá er fyrsta hreyndýraskífumóti Skotfélagsins lokið í örlítið votu veðri en keppendur létu það ekki stoppa sig.
Skotið var úr prófbásunum á 100 m og 200 m færi á hreyndýraprófsskífur, 5 skot á 5 mín á hvora vegalengd. Samanlögð stig á 100 m og 200 m gilda.
Með sigur fór Wimol Sudee (Bubbi) með heildarskor upp á 92 stig, auk þess átti hann bestu skífuna á 100 m (49 stig). Annar varð Kristbjörn Tryggvason með heildarskor upp á 87 stig og þriðji varð Davíð Hallgrímsson með heildarskor upp á 86 stig. Bestu skífuna á 200 m átti Kristján Arnarson (SH) með 45 stig.