Vormótið í BR50 verður haldið á svæði Skotfélagsins fimmtudaginn 7. júní og hefst kl.19:00.
Skotið sitjandi við borð af 50 metra færi utanhúss og 25 yarda færi innanhúss. Skotin 25 skot, eitt skot í hverja skífu. Leyfilegt að skjóta á sighter skífu að vild. Kúlustærð er 22LR, standard velocity skot. Stuðningsbúnaður á borði leyfður. Keppt í opnum flokki.
Mæting er 30 mín fyrir upphaf móts til að staðfesta skráningu.