Frábær árangur

Daniel Logi Heiðarsson tók um helgina þátt í sínu fyrsta skeet móti á erlendri grundu. Mótið var haldið í Danmörku Árangurinn tvö brons verðlaun, annað í B flokki á mótinu og svo varð hann þriðji í flokki unglinga Daniel hann skaut 107 af 125 sem sagt glæsilegt.

Skotíþróttafólk Skotfélags Akureyrar 2021

Stjórn Skotfélags Akureyrar hefur valið eftirtalda sem Skotíþróttamenn félagsins árið 2021:
 
Dnaíel Loga Heiðarsson og Sóley Þórðardóttir.
 
Daníel er mjög efnilegur skotmaður á hraðri uppleið og stundar keppnir í haglagreinum, en hans aðalgrein er „skeet“ í unglingaflokki. Daníel keppti á 8.landsmótum á árinu 2021 og varð hann sex sinnum í fyrsta sæti á þeim mótum sem hann fór á En það sem bar hæst á árinu 2021 hjá Daníel að hann varð Íslandsmeistari í unglingaflokki í skeet.
 
Sóley er góður mjög efnilegur skotmaður á hraðri uppleið og stundar keppnir í Loftskammbyssu sem aðalgrein einnig í loftriffli/kúlugreinum í unglingaflokki fyrir Skotfélag Akureyrar. Sóley náði ekki að keppa á mörgum mótum á árinu í sinni aðalgrein sökum Covid 19 og ekki heldur náð að æfa af neinu ráði. Sóley tók þátt í íslandsmeistaramóti í loftbyssu nú í nóvember og var íslansdmeistari í loftbyssu unglinga. Einnig tók Sóley þátt í íslandsmótti 50BR og gerði sér lítið fyrir og varð tvöfaldur íslandsmeistari þar í unglingaflokki (Light Varmint riffla) og (Sporter riffla)
 
Við erum afar stolt af þeim Daníel og Sóley og óskum þeim innilega til hamingju með tilnefninguna.

Sóley Íslandsmeistari unglinga 2021

Íslandsmeistaramótið í Loftskammbyssu fór fram í Egilshöllinni í Reykjavík þann 6.nóvember. Í unglingaflokki kvenna sigraði Sóley Þórðardóttir úr SA með 520 stig og í öðru sæti varð Elísabet Xiang Sveinbjörnsdóttir með 405 stig. Erum við hjá Skotfélagi Akureyrar að vonum ánægð með Sóley og óskum henni innilega til hamingju með titilinn.

Íslandsmeistari í Comapk Sporting 2021

Íslandsmeistaramót í Compak Sporting var haldið af Skotíþróttafélagi Hafnafjarðar á skotsvæði Skotreynar á Álfsnesi um helgina. Stefán Gaukur Rafnsson ofurskytta frá Skotfélag Akureyrar varð Íslandsmeistari 2021 eftir æsispennandi bráðabana við Ævar Svein Sveinson fyrrum Íslandsmeistara í greininni eftir að hafa báðir skotið 187.dúfur af 200. Í bráðarbana skaut Ævar 22.dúfur en Stefán Gaukur 23.dúfur. Og  erum við að vonum ánægð með kappan og óskum honum innilega til hamingju með titilinn. Einnig eignaðist Skotfélag Akureyrar fleiri Íslandsmeistara á þessu móti þar sem samhlið fer fram liðakeppni, Skotfélag Akureyrar átti auðvitað vaska sveit manna á mótinu (svokölluð ofursveit) sem var skipuð Stafáni Gauk, Ragnari Má Helagasyni og Gunnari Þór Þórarnarsyni. og voru þeir með 547.stig og óskum við þeim innilega til hamingju. 

VeiðirifflamótiÐ 2021

VeiðirifflamótiÐ fór fram á velli félagsins þann 12.ágúst og mættu til leiks 10.keppendur. Skotið var á þremur færum og skemst frá því að segja að Heiða Lára Guðmundsdóttir frá Skotgrund sigraði mótið, annar varð Krisatbjörn Tryggvason Skotak og þriðji varð Óskar Dóri Tryggvason

Íslandsmeistari unglinga í Skeet

Íslandsmeistaramót í Skeet fór fram hjá Skotfélagi Suðurlands helgina 7.ágúst og átti Skotfélag Akureyrar nokkra kependur þar. En hann Daníel Logi Heiðarsson keppendi okkar varð Íslandsmeistari í unglingaflokki fjórða árið í röð og erum við að vonum ánægð með kappan og óskum honum innilega til hamingju með titilinn. Daníel bíður spenntur eftir því að geta komist í flokk fullorðina þar sem hann á orðið fullt erindi.