Íslandsmótið í Skeet um helgina

Íslandsmótið í Skeet fór fram um helgina á velli Skotfélags Reykjavíkur.

Íslandsmeistari í unglingaflokki varð Daníel Logi Heiðarsson úr Skotfélagi Akureyrar og í öðru sæti varð Ágúst Ingi Davíðsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands.

Í karlaflokki varð Sigurður Unnar Hauksson úr Skotfélagi Reykjavíkur Íslandsmeistari, annar varð Guðlaugur Bragi Magnússon úr Skotfélagi Akureyrar og í þriðja sæti Hákon Þ. Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands. Í liðakeppni karla varð sveit Skotíþróttafélags Suðurlands Íslandsmeistari en hana skipuðu Hákon Þ.Svavarsson, Jakob Þ. Leifsson og Aðalsteinn Svavarsson.

Í öldungaflokki varð Davíð Ingason úr Skotíþróttafélagi Suðurlands Íslandsmeistari.

Í kvennaflokki varð Snjólaug María Wium Jónsdóttir úr Skotfélaginu Markviss Íslandsmeistari, önnur varð Dagný H. Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur og í þriðja sæti Helga Jóhannsdóttir úr Skotíþróttafélagi Suðurlands. Í liðakeppni kvenna setti lið Skotfélags Reykjavíkur nýtt Íslandsmet en sveitina skipa Dagný H. Hinriksdóttir, Eva Ósk Skaftadóttir og Þórey Inga Helgadóttir.

Úrslit í BR50 sumarmóti

Mótahald vikunnar heldur áfram en fyrr í kvöld var haldið sumarmót BR50 í þónokkrum vindi.

16 keppendur tóku þátt og þar af 2 úr öðrum félögum en Skotfélagi Akureyrar. Gestirnir stóðu sig vel og fór svo að Kristján Arnarson, Skotfélagi Húsavíkur fór með sigur af hólmi með 233 stig og 4 X, annar varð Jón Kristjánsson, Markviss með 224 stig og 5 X og þriðji varð heimamaðurinn Wimol Sudee (Bubbi) með 218 stig og 2 X.

Sigurvegarar í Sumarmóti BR50 F.v. Jón Kristjánsson, Kristján Arnarson og Wimol Sudee (Bubbi).

Nánari úrslit má sjá hér.

BR50 sumarmót

Að gefnu tilefni eru keppendur hvattir til að lesa sér til um keppnisreglur WRABF. http://www.wrabf.com/rules/WRABF%20&%20ERABSF%20RULEBOOK%202013-%202021.pdf
Ath. keppt verður í opnum flokki (sem felur í sér þá þrjá flokka riffla sem taldir eru upp í reglunum).

Byrjendamót í Skeet

Fyrr í kvöld var haldið byrjendamót í Skeet á svæði félagsins.

6 keppendur tóku þátt og fór Björgvin Grant með sigur á mótinu með 18 dúfur af 50. Annar varð Davíð Jónsson með 16 dúfur og í þriðja sæti endaði Rósa eftir bráðabana við Hallgrím Jónasson en þau voru bæði með 15 dúfur.

Verðlaunahafar í byrjendamóti í Skeet. F.V. Davíð Jónsson, Björgvin Grant og Rósa Björg

Nánari úrstlit má sjá hér.

This slideshow requires JavaScript.

 

 

 

Byrjendamót í Compak sporting

Fyrr í kvöld var byrjendamót í Compak Sporting haldið á svæði Skotfélagsins. 8 keppendur tóku þátt og stóð Daníel Logi Heiðarsson uppi sem sigurvegari með 41 dúfu af 50. Annar var Jónas Jóhannsson með 40 dúfur og þriðji Sigfús Heiðar með 34 dúfur.

Sigurvegarar í byrjendamóti í Compak sporting. F.v. Sigfús Heiðar, Daníel Logi og Jónas

Nánari úrslit má sjá hér.

Artic shooting – Compak sporting mótið

11 keppendur mættu til leiks á árlegu Artic shooting móti Skotfélags Akureyrar, í ár var keppt samtímis á báðum compak sporting völlum félagsins og skotnar  100 dúfur.

Sigurvegari mótsins var Gunnar Þór með 90 dúfur. Annar var Jóhann Ævars með 87 og þriðji Bragi Óskars með 85 dúfur.

Sigurvegarar mótsins Gunnar Þór 90, Jóhann Ævars 87, Bragi Óskars 85

Silhouette mót 20. júní

Sumarmót félagsins í silhouettu var haldið miðvikudagskvöldið 20. júní í sól og flottu veðri.

Skotið var á 40 dýr, 5 á hverju færi (40, 60, 77 og 100 m.).

Óskar Halldór Tryggvason stóð uppi sem sigurvegari með 7 felld dýr, annar varð Bubbi – Wimol Sudee einnig með 7 dýr (en færri kalkúna en Dóri) og þriðja varð Þorbjörg Ólafsdóttir einnig með 7 dýr (en ennþá færri kalkúna).

 

Keppendur á Silhouettu móti 20. júní 2018

Nánari úrslit má sjá hér.

Hreyndýraskífumótið – úrslit

Þá er fyrsta hreyndýraskífumóti Skotfélagsins lokið í örlítið votu veðri en keppendur létu það ekki stoppa sig.

Skotið var úr prófbásunum á 100 m og 200 m færi á hreyndýraprófsskífur, 5 skot á 5 mín á hvora vegalengd. Samanlögð stig á 100 m og 200 m gilda.

Með sigur fór Wimol Sudee (Bubbi) með heildarskor upp á 92 stig, auk þess átti hann bestu skífuna á 100 m (49 stig). Annar varð Kristbjörn Tryggvason með heildarskor upp á 87 stig og þriðji varð Davíð Hallgrímsson með heildarskor upp á 86 stig. Bestu skífuna á 200 m átti Kristján Arnarson (SH) með 45 stig.

Verðlaunahafa Hreyndýraskífumóts Skotfélags Akureyrar 2018.
Kristbjörn, Bubbi og Davíð.

Nánari úrslit má nálgast hér.